Það er um það bil klukkutími í stærsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester City tekur á móti Arsenal. Byrjunarliðin eru klár.
Arsenal er með fimm stiga forskot á City á toppi deildarinnar en síðarnefnda liðið á tvo leiki til góða.
Skytturnar hafa gert þrjú jafntefli í röð og þurfa helst sigur í kvöld.
Ein breyting er á byrjunarliði Arsenal frá síðasta leik. Granit Xhaka kemur aftur inn í liðið fyrir Fabio Vieira.
Hjá City er enginn Aymeric Laporte í byrjunarliðinu og heldur ekki Riyad Mahrez.
Byrjunarlið Man City
Ederson; Walker, Stones, Dias, Akanji; Rodri, Gundogan, De Bruyne; Silva, Haaland, Grealish
Byrjunarlið Arsenal
Ramsdale; White, Holding, Gabriel, Zinchenko; Partey, Xhaka, Odegaard; Saka, Jesus, Martinelli