fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þurfa að finna betri tengingu sín á milli

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 15:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolo Toure segir að Holding og Gabriel, miðverðir Arsenal, þurfi að finna tengingu sín á milli sem allra fyrst fyrir stórleikinn gegn Manchester City.

Toppliðin mætast annað kvöld. Arsenal er með fimm stiga forskot en City á tvo leiki til góða. Skytturnar hafa misstigið sig í síðustu þremur leikjum.

William Saliba hefur vantað í öllum þessum leikjum vegna meiðsla. Rob Holding kom inn í liðið og hefur ekki heillað við hlið Gabriel.

„Þegar það vantar einn í varnarlínuna sem hefur verið að spila saman er það erfitt. Sá sem kemur inn þarf að venjast liðinu,“ segir Toure, sem er fyrrum leikmaður Arsenal.

„Miðverðirnir þurfa að tengja. Þeir þurfa að skilja hvorn annan mjög vel og vega hvorn annan upp.“

Toure hrósar frammistöðu Gabriel og Saliba á leiktíðinni.

„Saliba og Gabriel hafa verið frábærir. Þú sérð hvað þeir tengja vel. Þeir voru auðvitað báðir í Frakklandi og ég er viss um að þeir tala saman á frönsku á vellinum.

Þetta er erfitt fyrir leikmanninn sem kemur inn. En þeir þurfa að tengja sem allra fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga