fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Svona gæti byrjunarlið Chelsea litið út undir stjórn Pochettino – Endurnýjar hann kynnin við Kane?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að Mauricio Pochettino taki við sem knattspyrnustjóri Chelsea í sumar. Enska götublaðið The Sun stillti upp tveimur mögulegum útgáfum af byrjunarliðinu undir hans stjórn.

Chelsea er í stjóraleit eftir að Graham Potter var látinn fara á dögunum. Frank Lampard stýrir nú liðinu en aðeins fram á sumar.

Julian Nagelsmann var efstur á blaði Todd Boehly þar til í síðustu viku, þegar hann dró sig úr viðræðum. Pochettino er nú fyrsti kostur.

Viðræðurnar á milli Chelsea og Pochettino eru nú að færast á lokastig, en enn á eftir að ganga frá formsatriðum.

Pochettino hefur verið án starfs frá því hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain síðasta vor.

Fyrra byrjunarliðið byggist á því að Victor Osimhen komi til Chelsea frá Napoli. Hann hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu eftir magnað tímabil með Napoli.

Í liðinu er einnig Cristopher Nkunku, sem er á leið til Chelsea frá RB Leipzig.

Í seinna liðinu er gert ráð fyrir að Pochettino endurnýji kynnin við Harry Kane, framherja Tottenham. Enski framherjinn á aðeins ár eftir af samningi sínum og gæti farið í sumar. Í liðinu er einnig Mason Mount, en hann hefur verið orðaður frá Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“