Mauricio er nú virkilega nálægt því að verða knattspyrnustjóri Chelsea. Mjög jákvætt og mikilvægt samtal átti sér stað á milli hans og félagsins í gærkvöldi.
Chelsea er í stjóraleit eftir að Graham Potter var látinn fara á dögunum. Frank Lampard stýrir nú liðinu en aðeins fram á sumar.
Julian Nagelsmann var efstur á blaði Todd Boehly þar til í síðustu viku, þegar hann dró sig úr viðræðum. Pochettino er nú fyrsti kostur.
Viðræðurnar á milli Chelsea og Pochettino eru nú að færast á lokastig, en enn á eftir að ganga frá formsatriðum.
Sem fyrr segir stýrir Lampard Chelsea fram á sumar og Pochettino myndi taka við þá.
Pochettino hefur verið án starfs frá því hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain síðasta vor.
Hann hefur áður stýrt Tottenham um árabil, sem og Southampton og hefur því mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
🚨🔵 Mauricio Pochettino, now closer than ever to get Chelsea manager job after new crucial round of positive talks tonight. #CFC
Negotiations entering final stages — still waiting for formal contract to be sent, checked and signed.
ℹ️ Pochettino would join in June, NOT now. pic.twitter.com/fhQBJ4WrT1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 24, 2023