Wilfried Zaha kantmaður Crystal Palace er með tilboð frá félaginu um að þéna meira en 10 milljónir punda á hverju tímabili.
Palace vill reyna að halda í stjörnu félagsins en samningur hans við félagið er á enda í sumar.
Arsenal, Chelsea og Paris Saint-Germain hafa öll sýnt því áhuga á að fá Zaha frítt í sumar.
Samkvæmt Guardian er Zaha í viðræðum við Palace en hann vill að félagið sýni metnað og reyni að komast í Evrópukeppni. Hann skoðar tilboðið en vill sjá metnað á öðrum sviðum líka.
Zaha er þrítugur en hann var seldur til Manchester United árið 2013 en snéri aftur tveimur árum síðar eftir misheppnaða dvöl á Old Trafford.