fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Endurgreiða stuðningsmönnum sínum eftir hörmungarnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 13:37

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Tottenham ætla að endurgreiða þeim stuðningsmönnum sínum sem lögðu leið sína á leikinn gegn Newcastle um helgina.

Eins og frægt er orðið vann Newcastle leikinn 6-1 og urðu leikmenn Tottenham sér til skammar.

„Sem hópur skiljum við pirring ykkar og reiði. Þetta var ekki nógu gott,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leikmanna.

„Við vitum að orð eru ekki nóg í svona stöðu en trúið því að svona tap er sárt. Við þökkum stuðnings ykkar, heima og úti, og með það í huga viljum við endurgreiða ykkur miðana á leikinn á St. James’ Park.

Við vitum að þetta breytir ekki því sem gerðist á sunnudag og við munum gefa allt til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudag. Þar mun stuðningur ykkar skipta okkur ölli máli. Saman – og aðeins saman – getum við bætt okkur.“

Tottenham tekur á móti Manchester United klukkan 19:15 á fimmtudagskvöld. Liðin eru í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu