Holly Taylor Oneill var hetja ÍBV og skoraði fyrsta mark sumarsins í Bestu deild kvenna þegar Selfoss heimsótti Vestmannaeyjar í kvöld.
Fyrsta umferð Bestu deildar kvenna hófst klukkan 18:00 í dag með tveimur leikjum, ÍBV vann góðan sigur á Selfoss þar sem Oneill skoraði eina mark leiksins.
Mark Oneill kom á 29 mínútu leiksins en mínútu síðar klikkaði Jimena López Fuentes á vítaspyrnu fyrir gestina. Þar við sat.
Keflavík heimsótti Tindastól á sama tíma þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli en búist er við að bæði þessi lið berjist í neðri hluta deildarinnar.
Í gangi er svo leikur Vals og Breiðabliks en staðan þar er markalaus.