Tottenham hefur ákveðið að reka Christian Stellini úr starfi sem tímabundinn stjóri félagsins. Félagið staðfestir þetta.
Ryan Mason tekur nú tímabundið við liðinu og stýrir því út tímabilið.
Stellini tók við Tottenham þegar vinur hans, Antonio Conte var rekinn úr starfinu á dögunum.
Stellini stýrði Tottenham í nokkrum leikjum en 6-1 tap gegn Newcastle í gær var hans síðasti leikur sem stjóri félagsins.
Mason þekkir að taka tímabundið við en hann tók einnig við þegar Jose Mourinho var rekinn. Hans fyrsti leikur með Tottenham verður gegn Manchester United á fimmutdag.
Tottenham have sacked interim coach Cristian Stellini after 6-1 defeat against Newcastle. 🚨⚪️ #THFC
Former Antonio Conte assistant set to leave the club after internal meeting at Spurs in the morning. pic.twitter.com/Z3xvXA2reK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 24, 2023