Manchester United vann Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum enska bikarsins í gær. Þar vakti miðjumaðurinn Casemiro mikla athygli.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar vann United 7-6, en Solly March var sá eini sem klikkaði á spyrnu sinni. Hann skaut hátt yfir markið.
Það var hins vegar fyrir vítaspyrnu Adam Webster sem Casemiro stal sviðsljósinu.
Brasilíumaðurinn virtist þá vera að gefa markverði sínum, David De Gea, einhver ráð með athylisverðum handabendingum.
Fólk botnaði ekkert í þessu og skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum.
Webster skoraði úr spyrnu sinni, en atvikið má sjá hér að neðan.
What is Casemiro doing 😭🇧🇷pic.twitter.com/ZptxZRd6nJ
— UtdPlug (@UtdPlug) April 23, 2023