Ofurtölvan birtir sýna spá um lokaútkomuna í ensku úrvalsdeildinni eftir hverja leikviku.
Í fyrsta sinn í langan tíma var Manchester City komið á toppinn á töflu þeirra á ný eftir að Arsenal hafði einokað sætið.
Englandsmeistararnir halda fyrsta sætinu hjá Ofurtölvunni þessa vikuna eftir að Arsenal missteig sig í þriðja leiknum í röð á föstudag. Liðið gerði jafntefli við Southampton á heimavelli.
Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en City á hins vegar tvo leiki til góða og situr í öðru sætinu.
Ofurtölvan spáir því að Manchester United og Newcastle fylgi Arsenal og City í Meistaradeild Evrópu.
Þá segir hún að Nottingham Forest, Everton og Southampton fari niður í B-deild.