Lögreglan í London er alfarið á móti því að bikarúrslitaleikur Manchester United og Manchester City fari fram klukkan 17:30 á laugardegi.
Ljóst varð um helgina að í fyrsta sinn í sögunni mætast Manchester liðin í úrslitum, unnu þau bæði leiki sína í undanúrslitum.
BBC sem er með sjónvarpsréttinn vill helst hafa leikinn klukkan 17.30 en lögreglan tekur það ekki í mál.
Óttast yfirvöld drykkju og læti þegar þessir nágrannar mætast svo seint á laugardegi. Hefur lögreglan látið vita að í síðasti lagi geti leikurinn farið af stað klukkan 16:45.
Helst vill lögreglan að leikurinn fari fram fyrr en það en BBC ásamt enska sambandinu fer yfir málið á næstu dögum. Leikurinn fer fram þann 3 júní.