fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Lögreglan skerst í leikinn varðandi Manchester slaginn – Óttast fyllerí og læti

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í London er alfarið á móti því að bikarúrslitaleikur Manchester United og Manchester City fari fram klukkan 17:30 á laugardegi.

Ljóst varð um helgina að í fyrsta sinn í sögunni mætast Manchester liðin í úrslitum, unnu þau bæði leiki sína í undanúrslitum.

BBC sem er með sjónvarpsréttinn vill helst hafa leikinn klukkan 17.30 en lögreglan tekur það ekki í mál.

Óttast yfirvöld drykkju og læti þegar þessir nágrannar mætast svo seint á laugardegi. Hefur lögreglan látið vita að í síðasti lagi geti leikurinn farið af stað klukkan 16:45.

Helst vill lögreglan að leikurinn fari fram fyrr en það en BBC ásamt enska sambandinu fer yfir málið á næstu dögum. Leikurinn fer fram þann 3 júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum