Óvíst er hvort Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United verði leikfæri þegar liðið heimsækir Tottenham á fimmtudag.
Bruno meiddist í sigri United á Brighton í undanúrslitum enska bikarsins í gær. Meiðsli miðjumannsins eru á ökkla.
Bruno fékk högg á ökklann snemma leiks og vildi læknateymi United taka hann af velli, miðjumaðurinn frá Portúgal heimtaði hins vegar að spila áfram.
Í framlenginu var hins vegar ákveðið að taka Bruno af velli og hann yfirgaf Wembley haltrandi í gærkvöldi.
Læknateymi United mun í dag taka skoðun á stöðunni á Bruno og hvort hann geti æft eða spilað á fimmtudag.
Bruno Fernandes will be assessed by medical staff today before a decision is made about whether or not he can train with the #mufc squad this week and feature against Spurs. [@RobDawsonESPN] pic.twitter.com/aNKEqSIMdW
— UtdDistrict (@UtdDistrict) April 24, 2023