fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Boehly ræddi við Mount undir fjögur augu – Gæti honum snúist hugur?

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur rætt við Mason Mount og reynt að sannfæra hann um að vera áfram á Stamford Bridge.

The Athletic segir frá þessu.

Samningur Mount rennur út eftir næstu leiktíð og er ekki útlit fyrir að hann verði framlengdur.

Chelsea hefur slegið viðræðum á frest þar til eftir tímabil, en ólíklegt er að Mount skrifi undir þá.

Arsenal, Manchester United, Liverpool og Bayern Munchen fylgjast grannt með gangi mála hjá enska miðjumanninum.

Chelsea virðist þó ekki hafa sungið sitt síðasta og virðist hafa áhuga á að hafa Mount áfram hjá sér.

Frá því Boehly eignaðist Chelsea hefur félagið eytt hátt í 500 milljónum punda í nýja leikmenn. Það gæti því reynst hentugt að losa Mount og fá inn fjármuni á móti.

Þrátt fyrir mikla eyðslu hefur ekkert gengið innan vallar og er Chelsea um miðja úrvalsdeild. Auk þess er liðið dottið úr öllum keppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“