Besta deild kvenna rúllar af stað á morgun með þremur leikjum.
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals freista þess að verja titil sinn en byrja heldur betur á krefjandi leik. Liðið fær Breiðablik í heimsókn á Hlíðarenda. Leikurinn fer fram á morgun.
Tveir aðrir leikir fara fram annað kvöld einnig og lýkur umferðinni svo með tveimur leikjum á miðvikudag.
Allir leikir Bestu deildarinnar verða sýndir á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í sumar.
Þriðjudagur 25. apríl
18:00 ÍBV-Selfoss
18:00 Tindastóll Keflavík
19:15 Valur-Breiðablik
Miðvikudagur 26. apríl
18:00 Stjarnan-Þór/KA
19:15 Þróttur-FH