fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Á þriggja ára dóttur en er ekki í neinum samskiptum við hana – Þénaði tugi milljóna á mánuði en borgar þeim aðeins 60 þúsund

433
Mánudaginn 24. apríl 2023 09:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy á þriggja ára dóttur á Spáni sem hann er í engum samskiptum við. Móðir stúlkunnar, Yolanda Aguera, tjáir sig við enska götublaðið The Sun.

Það var árið 2019 sem Mendy var í fríi í Barcelona og hitti Aguera. Þau stunduðu þar kynlíf og varð hún ólétt af dóttur þeirra, sem hún eignaðist í apríl 2020.

Mendy er á mála hjá Manchester City en hefur ekki spilað í hátt í tvö ár vegna meintra kynferðisbrota sinna. Hann var ákærður fyrir sjö nauðganir á fjórum konum, eina tilraun til nauðgunar á öðru fórnarlambi og kynferðisbrot.

Mendy var fundinn saklaus í sex nauðgunarmálum af sjö og meintu kynferðisbrot. Það verður réttað yfir honum í júní á ný vegna einnar nauðgunar og tilraunar til nauðgunar.

Síðan málin komu upp í september 2021 hefur Mendy ekkert fengið greitt frá City. En hann þénaði þar um því sem nemur 15 milljónum króna á viku samkvæmt samningi.

Mendy greiðir Aguera aðeins um 60 þúsund krónur á mánuði fyrir uppihaldið á dóttur þeirra, þrátt fyrir að hún hafi sóst eftir mun hærri upphæð.

„Síðustu þrjú ár sem einstæð móðir hafa verið erfið,“ segir Aguera, sem býr með dóttur þeirra í lítilli íbúð á Spáni.

„Peningurinn sem Ben borgar hjálpar en ég er hrædd um að ná ekki endum saman og tryggja að dóttir okkar fái allt sem hana vantar.

Ég þarf að borga 90 þúsund á mánuði af húsnæðisláninu svo ég þarf að treysta á þann litla sparnað sem ég á og aðstoð frá foreldrum mínum.“

Aguera viðurkennir að hún væri til í að sjá Mendy eiga í meiri samskiptum við dóttur þeirra, sem að sögn hennar elskar fótbolta eins og hann.

„Ég væri til í að Ben væri þegar dóttir hans er að alast upp. Hann á ekkert almennilegt samband við hana og hefur bara hitt hana einu sinni, þegar við flugum til Manchester og heimsóttum hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona