Sveindís Jane Jónsdóttir var frábær fyrir lið Wolfsburg sem mætti Arsenal í Meistaradeildinni í dag.
Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg sem gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við mjög sterkt lið Arsenal.
Íslenska landsliðskonan lagði upp fyrra mark Wolfsburg og skoraði það seinna er liðið komst í 2-0.
Arsenal tókst hins vegar að jafna metin og lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fyrri viðureigninni.
Liðin tvö munu mætast aftur í maí í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og fer aðeins eitt áfram í úrslitaleikinn.