Barcelona 1 – 0 Atletico Madrid
1-0 Ferran Torres(’44)
Það var mikil harka er Barcelona mætti liði Atletico Madrid í kvöld en liðin áttust við í La Liga.
Aðeins eitt mark var skorað en það gerði Ferran Torres fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks.
Það varð allt vitlaust í seinni hálfleik en á aðeins 15 mínútum fengu átta leikmenn gult spjald og þar af sjö hjá Atletico.
Eitt spjaldið var á varamanninn Ivo Grbic en mikill hiti var í leiknum undir lokin er gestirnir reyndu að jafna metin.
Sigurinn fer langt með að tryggja Barcelona sigur í deildinni en liðið er með 11 stiga forskot eftir 30 umferðir.