Romelu Lukaku, framherji Inter Milan, hefur tjáð sig eftir ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins á föstudag.
Ítalska sambandið ákvað þá að draga leikbann Lukaku til baka sem svaraði fyrir sig í ítalska bikarnum í leik gegn Juventus. Lukaku skoraði mark og fagnaði þar með því að þagga niður í stuðningsmönnum Juve.
Stuðningsmenn Juventus höfðu verið með rasisma í garð Lukaku sem er dökkur á hörund og hefur margoft þurft að heyra slíkt áreiti á sínum ferli.
Til að byrja með var Lukaku dæmdur í eins leiks bann fyrir að ögra stuðningsmönnum Juventus en það var síðar dregið til baka.
,,Ég trúi því, eftir þessa ákvörðun að réttlinu hafi verið náð. Ég er mjög ánægður eftir þessa ákvörðun,“ sagði Lukaku.
,,Þetta gefur heiminum sem og íþróttaheiminum von um að það sé vilji til að berjast gegn rasisma.“