Newcastle er að valta yfir lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en staðan er 3-0 eftir aðeins 16 mínútur.
Það tók Newcastle aðeins níu mínútur að skora þrjú mörk en liðið ætlar sér svo sannarlega Meistaradeildarsæti.
Jacob Murphy skoraði tvö af fyrstu mörkum heimaliðsins en Joelinton gerði það annað.
Það má svo sannarlega búast við sigri þeirra svarthvítu í þessum leik en Tottenham hefur litið skelfilega út hingað til.
Bæði lið eru í baráttu um Meistaradeildarsæti en Tottenham væri sex stigum frá Manchester United sem er í fjórða sæti ef liðið tapar og hefur spilað tveimur leikjum meira.