fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Kári upplifði góða og erfiða tíma með nýja þjálfaranum: Slagsmál í rútunni og ömurleg frammistaða – ,,Maður sem þú vilt ekki reita til reiði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita er Age Hairede nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins og tekur við keflinu af Arnari Þór Viðarssyni.

Hareide er reynslumikill þjálfari og hefur komið víða við en hann þjálfaði til að mynda Kára Árnason, fyrrum landsliðsmann, hjá Malmö í Svíþjóð á sínum tíma.

Kári sem er núverandi yfirmaður knattspyrnumála Víkings R. hér heima ræddi við útvarpsþátt Fótbolta.net um hvernig mann við værum að ráða í starf.

Kári hafði ekkert nema góða hluti að segja um Norðmanninn sem hefur komið vel fyrir í viðtölum og á blaðamannafundum hingað til.

,,Þetta er bara alvöru gæi, þetta er svona authority figure og hann er rosalega viðkunnarlegur og skemmtilegur maður. Hann er charesmatic en líka grjótharður og ég held að þetta sé bara akkúrat það sem Ísland þarf. Þetta er ekki maður sem þú vilt reita til reiði,“ sagði Kári í þættinum.

,,Hann sýnir aðeins þá hlið þegar hann þarf á því að halda, þetta er flottur kall. Ég fýlaði hann frábærlega og hef ekki slæmt orð um hann að segja.“

,,Það var bara áhersla á að vinna í Malmö, sama hvernig við gerðum það og ég var mjög hrifinn af því en auðvitað vorum við með gríðarlega gott lið og héldum boltanum ágætlega.“

Kári var svo spurður út í frægan leik í Meistaradeildinni þar sem Malmö tapaði 8-0 gegn Real Madrid þar sem Cristiano Ronaldo skoraði fernu í öruggum sigri.

,,Það var chaos í kringum þann leik, það voru slagsmál í rútunni, við vorum með ungt lið og mikil meiðsli í þeim leik. Það eru engar afsakanir en þetta var hörmulegt performance sem hefur ekkert með hann að gera, hann gerði það besta úr því sem honum stóð til boða.“

,,Hafsentinn sem var með mér var meiddur, fyrirliðinn Marcus Rosenberg var meiddur og þar fram eftir götunum svo við stilltum upp mjög ungu liði sem var jafntframt mjög naive lið. Þetta var mjög dapurt og þessir ungu strákar voru ‘keen’ á að halda boltanum sem er heimskulegt gegn liði eins og Real Madrid.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?