fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Heimsmeistarinn opnar sig og segir sannleikann um framtíðina

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsmeistarinn Alexis Mac Allister mun alls ekki reyna að þvinga brottför í sumar þrátt fyrir áhuga frá mörgum liðum í Evrópu.

Mac Allister er á mála hjá Brighton en hann vann HM með Argentínu í desember og stóð sig virkilega vel í Katar.

Brighton er ekki eitt af stærstu félagsliðum heims en Mac Allister er ekki að flýta sér burt eftir að hafa komið til félagsins fyrir fjórum árum.

,,Sannleikurinn er sá að ég er mjög ánægður hjá félaginu. Ég reyni að hugsa ekki of mikið út í framtíðina,“ sagði Mac Allister.

,,Ég veit að það er mikið talað þessa stundina og það er eðlilegt eftir sigurinn á HM. Í janúar voru kjaftasögurnar farnar af stað en ég er mjög rólegur. Ég einbeiti mér að því að spila og bæta minn leik.“

,,Ég ber mikla virðingu fyrir Brighton því ég er svo þakklátur. Í sumar þá sjkáum við til, ef tilboð berst sem hentar okkur báðum þá munum við fá okkur sæti og ræða málin. Sama hvað þá verð ég ánægður hjá félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum