Newcastle gjörsamlega rúllaði yfir Tottenham í einum af tveimur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Bæði lið eru í harðri Meistaradeildarbaráttu en það var aðeins eitt lið á vellinum í dag og þeir spila í svarthvítu.
Newcastle hafði betur með sex mörkum gegn einu frá gestunum en staðan eftir 21 mínútu var 5-0.
Harry Kane lagaði stöðuna fyrir Tottenham snemma í seinni hálfleik áður en Callum Wilson bætti við sjötta marki heimamanna.
Í hinum leiknum voru skoruð fjögur mörk en West Ham fór þá illa með Bournemouth og hafði betur, 4-0.
Newcastle 6 – 1 Tottenham
1-0 Jacob Murphy(‘2)
2-0 Joelinton(‘6)
3-0 Jacob Murphy(‘9)
4-0 Alexander Isak(’19)
5-0 Alexander Isak(’21)
5-1 Harry Kane(’49)
6-1 Callum Wilson(’67)
Bournemouth 0 – 4 West Ham
0-1 Michail Antonio(‘5)
0-2 Lucas Paqueta(’12)
0-3 Declan Rice(’43)
0-4 Pabo Fornals(’72)