fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Simmi Vill setur mál Gylfa Þórs í nýtt samhengi – „Það skiptir máli hver á í hlut“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið mikið í umræðunni frá því að tilkynnt var að það hafi verið látið niður falla fyrir viku síðan. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, segist hafa fundið til með Gylfa þau næstum tvö ár sem hann var í farbanni. Langur málsmeðferðartími sé hins vegar ekki nýr af nálinni.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester. Var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Saksóknari taldi hins vegar engar líkur á sakfellingu og fyrir viku síðan var tilkynnt að málið hafi verið látið niður falla.

„Það skiptir máli hver á í hlut í því hvaða umburðalyndi og samúð við höfum með fólki. Þú ert enn þá með einstaklinga sem unnu í bankakerfinu í bankahruninu sem voru frystir miklu lengur, biðu í óvissu um það hvort þeir yrðu dæmdir sekir eða ekki í mörg ár. Okkur þjóðinni fannst það bara í lagi því þeir græddu svo mikinn pening á sínum tíma. Eins og peningar leysi svona óþægindi. Þeir gera það ekki,“ segir Simmi í hlaðvarpinu 70 Mínútur.

Simmi fann til með Gylfa á meðan málinu stóð. „Í svona málum líður engum vel og þess vegna fannst mér skrýtið að þetta tæki svona langan tíma,“ segir hann.

Það sé hins vegar ekkert nýtt. „Það er fullt af fólki sem hefur búið við óvissu um stöðu sína í samfélaginu lengur en í tvö ár.“

Simmi segist aftur á móti finna mest til með eiginkonu Gylfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona