fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Með því að skilja og tala betri ensku hefur Klopp trú á því að framherjinn blómstri

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool telur að Darwin Nunez verði mikið mun betri leikmaður fyrir félagið ef hann bætir ensku kunnáttu sína.

Framherjinn frá Úrúgvæ er á sínu fyrsta tímabili á Anfield en undanfarnar vikur hefur hann setið mikið á bekknum.

„Darwin er leikmaður með öðruvísi hæfileika en aðrir sem er gott. Það er erfitt að eiga við hann, hann mun skora mikið fyrir okkur. Hann er enn að aðlagast,“ segir Klopp.

Klopp telur að ef Darin nær tökum á ensku tungumáli þá muni það hjálpa honum mikið.

„Enskan hans er ekki frábær en við erum að leggja gríðarlega vinnu í það. Það er ekki einfalt að vera á fyrsta tímabilinu og það gengur erfiðlega. Framherji blómstrar ekki þegar allt liðið er í vandræðum.“

„Hann hefur verið meiddur og í leikbanni. Hann er maður sem við treystum á inn í framtíðina, ég skil að hann vilji spila meira.“

Darwin hefur skorað 13 mörk á tímabilinu en Klopp segir að Darwin hafi mætti á skrifstofu sína í vikunni og rætt bekkjarsetuna sem hann hefur þolað undanfarið.

„Hann kom og ræddi við mig, það er það sem á að gera. Við eigum fimm leiki á næstu tveimur vikum og Darwin mun byrja leiki þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning