fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Fá hundruðir milljóna í sinn vasa ef hið ómögulega tekst

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launahæstu leikmenn Manchester City munu þéna norðan af tveimur milljónum punda ef liðið vinnur þrennuna á þessari leiktíð.

City er enn með í Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppninni. Undanúrslit eru framundan í báðum keppnum. Þá er liðið í hörku toppbaráttu við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Bónusgreiðslur til leikmanna City eru mjög mismunandi á milli manna. Fyrir að vinna ensku úrvalsdeildina fá leikmenn á bilinu 200 þúsund til 900 þúsund pund. Fyrir að vinna bikarinn fást lægri bónusgreiðslur.

Þá fá launahæstu menn, leikmenn á borð við Kevin De Bruyne, um milljón punda í sinn hlut fyrir að sigra Meistaradeildina.

Þá keppni hefur City aldrei unnið en er í fínum séns í ár. Liðið mætir Real Madrid í undanúrslitum í næsta mánuði. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast ítölsku stórliðin AC Milan og Inter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk