fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Kalla eftir því að Ronaldo verði vísað úr landi – Sjáðu ástæðuna

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 18:00

Ronaldo / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo virkaði allt annað en sáttur með stuðningsmenn Al-Hilal er hann mætti þeim með liði sínu, Al-Nassr í Sádi Arabíu.

Stuðningsmenn Al-Hilal kölluðu nafn Lionel Messi í leiknum. Ronaldo virtist snúa sér að þeim og grípa um sitt allra heilagasta.

Það virðist alls ekki fara vel í landann í Sádi-Arabíu. Lögrfræðingur nokkur kallar eftir því að Portúgalanum verði vísað úr landi.

„Hegðun Cristiano er glæpur. Þetta eru óspektir á almannafæri. Slíkur glæpur heimilar handtöku og ef útlendingur fremur hann má vísa honum úr landi,“ segir lögfræðingurinn Prof Nouf bin Ahmed.

Fleiri Sádar taka undir með henni.

Félag Ronaldo, Al-Nassr, heldur því hins vegar fram að Portúgalinn hafi hins vegar fengið högg og hafi því haldið um sitt allra heilagasta.

Hér að neðan má sjá atvikið sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning