fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Jóhann Berg upplifði óvissu og erfiða daga – „Það er erfitt að ræða þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson mun snúa aftur í deild þeirra bestu, ensku úrvalsdeildina, á næstu leiktíð. Hann viðurkennir að hafa haldið að tíma hans í deild þeirra bestu hafi verið lokið þegar lið hans, Burnley, féll fyrir tæpu ári síðan.

Jóhann og félagar í Burnley hafa verið stórkostlegir í ensku B-deildinni á þessari leiktíð. Vincent Kompany tók við sem aðalþjálfari eftir að liðið hafði fallið úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi og leikstíl liðsins og héldu flestir að Kompany þyrfti sinn tíma til að aðlaga sig og liðið að þeim.

Annað kom á daginn því Burnley hefur þegar tryggt sig upp í ensku úrvalsdeildina og er komið langleiðina með að sigra B-deildina. Liðið hefur í leiðinni vakið athygli fyrir skemmtilegan fótbolta.

Vincent Kompany hefur náð frábærum árangir. Getty Images

Jóhann skrifaði undir nýjan samning við Burnley í janúar. Sá gildir út næstu leiktíð með möguleika á árs framlengingu.

„Það voru erfiðir dagar undir lok síðustu leiktíðar. Ég sagði fjölskyldu minni að ég myndi líklega ekki aftur spila í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að ræða þetta. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. En teymið sem hefur komið inn hefur verið stórkostlegt. Ég er svo heppinn að fá að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Jóhann í nýju viðtali.

Árangurinn kom mörgum á óvart

Sem fyrr segir breytti Kompany miklu hjá Burnley og það kom mörgum á óvart hversu vel tókst til á skömmum tíma.

„Það var mikil óvissa farandi inn í tímabilið, margir leikmenn á förum. Þú vissir ekki hvað myndi gerast. Ég var að glíma við meiðsli og spilaði ekki margar mínútur. Það er því frábært hvað ég hef spilað mikið. Lengi megi það halda áfram.

Þetta hefur farið ansi vel en það fór líka mikil vinna í þetta. Teymið hefur verið vægðarlaust, fundir, mikill tími á vellinum. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir vilja. Stjórinn er með sína hugmyndafræði og hann vildi koma inn með hana en þú veist aldrei hvað það tekur langan tíma í fótbolta. Þetta gerðist hraðar en margir hefðu haldið.“

Getty

Vita hvað þarf að gera í úrvalsdeildinni

Jóhann er afar spenntur fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, deild sem hann þekkir svo vel.

„Ég vil spila í bestu deild í heimi, sem er enska úrvalsdeildin. Ég er kominn þangað aftur og vil láta á það reyna. Það verður áhugavert að sjá hvernig gengur með nýjum leikstíl líka,“ segir Jóhann, en hann spilaði allt öðruvísi fótbolta undir stjórn Sean Dyche hjá Burnley áður en Kompany tók við.

Landsliðsmaðurinn knái hefur engar áhyggjur af Burnley á næstu leiktíð.

„Ég held að við getum náð góðum árangri. Við njótum okkar þegar við spilum og við sjáum árangurinn. Við vitum samt að í úrvalsdeildinni þurfum við að lágmarka öll mistök. Enska úrvalsdeildin er ókunnug mörgum okkar en ég hef mikla trú á bæði leikmönnum og starfsfólki svo ég er viss um að við munum gera vel,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt