fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Nýtt myndband varpar nýju ljósi á meinta hegðun stjarnanna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af leikmönnum Arsenal árita treyju ungrar stúlku fyrir leik liðsins gegn West Ham um helgina hefur verið á milli tannanna á fólki.

Stúlkan unga er stuðningsmaður Arsenal og fékk þann heiður að leiða leikmenn inn á völlinn gegn West Ham um helgina. Því fylgir að fá að hitta leikmenn og þess háttar.

Hún stóð með treyju og fékk áritun frá öllum leikmönnum fyrir leik. Það sem vekur þó athygli að fáir sem enginn af þeim virðist gefa henni nokkurn gaum.

Leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir þetta af mörgum.

„Ég legg til að Arsenal fái stelpuna og fjölskyldu hennar aftur á völlinn svo leikmenn geti fengið annað tækifæri á að vera almennilegar manneskjur. Það þyrftu vissulega að þjálfa þá í því en kannski myndu þeir þá læra það,“ sagði sjónvarpsmaðurinn sjónvarpsmaðurinn Nick Knowles til að mynda um málið.

Aðrir tóku upp hanskann fyrir leikmenn Arsenal. Einhverjir bentu á að þegar þú fáir að leiða inn á völlinn hittir þú leikmenn einnig í fleiri skipti í kringum leikinn og því gætu þeir hafa talað við hana þar.

Þeim röddum til stuðnings hefur nú nýtt myndband verið birt þar sem má sjá Martin Ödegaard, fyrirliða Arsenal, tala við stúlkuna fyrir leik.

Þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“

Blikar ætla að koma með yfirlýsingu í dag – „Staðráðnir í að taka frumkvæðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær

Hraunar yfir Slot fyrir þessi ummæli eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt

Ofurtölvan beinir sjónum að Championship deildinni – Segir að þessi lið verði í úrvalsdeildinni að ári en fellir Íslendingana óvænt