fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Eiður Smári opnar sig – Tapaði meira en milljarði á veðmálum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 11:10

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fagnar reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni er snýr að auglýsingum veðmálafyrirtækja framan á treyjum félaga. Hann opnar sig um eigin vandamál í tengslum við veðmál við Mirror, en það er Vísir sem vekur athygli á viðtalinu.

Eiður segir frá því í viðtalinu að hann hafi tapað því sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna á veðmálum fyrir um 20 árum síðan, þegar hann var á hátindi ferilsins.

Bannið við veðmálaauglýsingum framan á treyjum í ensku úrvalsdeildinni tekur gildi 2026. Eiður telur að þetta hefði átt að gerast fyrr.

„Allir fótboltaáhugamenn, allir krakkar í heimi eru með augun á treyjunni. Styrktaraðilinn framan á treyjunni sendir sterk skilaboð. Auglýsendur hafa svo mikil áhrif,“ segir Eiður.

„Þetta hefur áhrif á alla því við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og á treyjum. Þetta verður hluti af lífum okkar. Bannið sendir sterk og jákvæð skilaboð.“

Eiður bendir á áhrifin sem það hafði þegar Barcelona auglýsti UNICEF framan á treyjum sínum á árum hans þar til að undirstrika mikilvægi þess að viðeigandi auglýsendur séu framan á treyjum.

Íslenska knattspyrnugoðsögnin segir að hann hafi verið að ná sér af meiðslum þegar hann fór að veðja í miklum mæli. Hann hafi stundum eytt tvö þúsund pundum á einn snúning í rúllettu á netinu.

„Knattspyrnumenn finna fyrir mikilli pressu að standa sig og vera alltaf að toppa. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir fara ekki eins og þú vilt. Stundum leitar þú í annað til að ná í adrenalínkikk eða þess háttar. Fyrir suma eru það veðmál, aðra áfengi eða eitthvað annað.“

Eiður tekur nú þátt í átakinu #TalkMoreThanFootball. Markmiðið er að hvetja knattspyrnuaðdáendur til að ræða annað en fótbolta.

„Þegar þú lest þér til um tölfræðina um það hversu margir eiga í andlegum erfiðleikum og taka sitt eigið líf áttar þú þig á að það þarf að gera eitthvað.  Fólki finnst auðvelt að tala um fótbolta og það gerir þeim kleift að tjá tilfinningar sínar. Samt virðist erfitt fyrir þau að tala um tilfinngar sínar á dýpra stigi.“

Viðtalið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Í gær

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Í gær

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda