fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Telja sig eiga tæpa 2 milljarða inni í bætur vegna máls Gylfa Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 17:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið, Everton telur sig eiga inni 10 milljónir punda í bætur vegna málefnis Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Þetta kemur fram í ársreikningi Everton sem birtur var á dögunum en Morgunblaðið fjallar fyrst um málið.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt var mál Gylfa Þórs Sigurðssonar fellt niður fyrir helgi, hafði Gylfi í tæplega tvö ár verið undir rannsókn lögreglu.

Everton setti Gylfa í bann um leið og hann var handtekinn, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Var það ákvörðun enska félagsins að spila ekki Gylfa á meðan rannsókn fór fram.

Samningur Gylfa við Everton rann út sumarið 2022 en hann var laus gegn tryggingu á meðan málið var til rannsóknar. Saksóknari taldi engar líkur á sakfellingu og felldi málið málið niður.

Everton telur sig eiga rétt á 1,7 milljarði í skaðabætur vegna málsins en hver þær bætur skal sækja kemur ekki fram, tekið er þó fram að það sé hjá þriðja aðila. Vitað er að Gylfi var með um 900 milljónir í árslaun hjá Everton.

Bútinn úr ársreikningi Everton má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta