Chelsea hefur hafnað risatilboði frá Bayern Munchen í þjálfarann Anthony Barry sem hefur starfað hjá félaginu frá 2020.
Bild greinir frá en Bayern hafði áhuga á að sameina Thomas Tuchel og Barry á nýjan leik.
Barry hefur starfað hjá Chelsea síðan Tuchel tók við 2020 en sá síðarnefndi tók við keflinu í Þýskalandi nýlega.
Chelsea vill þó alls ekki losna við þennan öfluga þjálfara sem mun nú vinna með Frank Lampard út tímabilið.
Talið er þó að þessi 36 ára gamli þjálfari vilji sjálfur komast burt og er vel opinn fyrir því að færa sig til Þýskalands.