fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Gylfi Þór Sigurðsson laus allra mála – „Sönnunargögnin sem liggja fyrir á þessum tíma ná ekki þeim þröskuldi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er frjáls ferða sinna eftir langa rannsókn lögreglunnar í Manchester. Var Gylfi grunaður um kynferðisbrot og hafði verið undir rannsókn í tæp tvö ár.

„Maðurinn, sem er 33 ára, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og ríkissaksóknari hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem liggja fyrir á þessum tíma ná ekki þeim þröskuldi sem settur er fram í reglum saksóknara,“ segir í yfirlýsingunni frá lögreglunni í Manchester sem Fótbolti.net birtir.

Gylfi Þór var handtekinn á  heimili sínu í Manchester í júlí árið 2021, var hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Lögreglan í Manchester rannsakaði málið um langt skeið og fór málið svo á borð saksóknara, sóknari taldi engar líkur á sakfellingu og málið látið niður falla.

Gylfi Þór var á þessum tíma leikmaður Everton en félagið setti hann til hliðar og hefur Gylfi ekki spilað fótbolta síðan. Samningur hans við Everton rann út síðasta sumar.

Gylfi hefur verið búsettur í London undanfarið en hann hefur ekki mátt ferðast frá Bretlandseyjum vegna málsins, nú er hann hins vegar frjáls ferða sinna. Líklegt er talið að Gylfi muni fara í skaðabótamál vegna þessa en hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt