fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ummæli eigandans eldast hræðilega og stuðningsmenn taka hann af lífi

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 08:17

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir stuðningsmenn Chelsea lýsa pirringi í garð eigandans Todd Boehly eftir tap liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Um fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum var að ræða og vann Real Madrid 2-0 sigur.

Fyrir leik var Boehly borubrattur í viðtali og spáði Chelsea 3-0 sigri.

„Það er ekki hægt að gagnrýna stjórana hjá Chelsea. Þetta er allt Todd Boehly að kenna. Hann rekur Chelsea eins og hann sé í FIFA. Hópurinn er fullur af eins leikmönnum og engum framherjum. Hann spáir 3-0 sigri. Vandræðalegt,“ skrifar einn netverjinn.

„Skammastu þín,“ skrifaði annar.

Fleiri tóku til máls. „Þetta er svakalega slæmt. Todd vill eyðileggja félagið okkar.“

Seinni leikur liðanna fer fram í London í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina