fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Opinbera verðmiðann á Bellingham – City og United enn með en Liverpool hefur gefist upp

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðmiðinn sem Borussia Dortmund hefur sett á Jude Bellingham fyrir sumarið er 130 milljónir punda. Þetta segir í enska götublaðinu The Sun.

Bellingham er aðeins 19 ára gamall en er einn besti miðjumaður heims og gífurlega eftirsóttur.

Englendingurinn hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum heims.

Liverpool var lengi vel eitt af þeim sem leiddu kapphlaupið en félagið hefur nú bakkað út og mun ekki fá Bellingham í sumar.

Á Englandi er hins vegar talið að Manchester City og United séu enn á höttunum á eftir leikmanninum, sem og Real Madrid á Spáni.

Fari Bellingham til Englands er ljóst að um met verður að ræða er kemur að félagaskiptum þangað. Dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur er Enzo Fernandez, sem kom til Chelsea frá Benfica á 106 milljónir punda í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum