Chelsea gæti reynt aftur við Raphinha í sumar. Það er Sport á Spáni sem greinir frá þessu.
Raphinha gekk í raðir Barcelona í sumar frá Leeds fyrir 55 milljónir punda. Börsungar höfðu þá betur í baráttunni við Chelsea um leikmanninn.
Brasilíski kantmaðurinn hefur hins vegar hlotið nokkra gagnrýni undanfarið og gæti nú þegar róað á önnur mið.
Chelsea gæti reynst kostur fyirr Raphinha.
Félagið hefur eytt miklum fjárhæðum í leikmenn frá því Todd Boehly keypti það fyrir um ári síðan.
Það eru litlar líkur á að Chelsea verði í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir erfiða leiktíð í ár. Það gæti haft áhrif á félagaskiptamarkaðinn hjá þeim.