Enskir miðlar greindu frá því fyrr í dag að Bretlandseyjar sæki um það að halda Evrópumótið í knattspyrnu karla 2018.
Enskir miðlar eru eðlilega spenntir fyrir því að fá mótið til sín og eru byrjaðir að spá í því hvernig byrjunarlið enska landsliðsins gæti litið út.
Enska götublaðið The Sun segir að Jobe Bellingham og Jude Bellingham gætu orðið þar saman á miðjunni, Jobe er hjá Birmingham og er mikið efni líkt og Jude sem er aðeins 19 ára gamall.
Því er spáð að Harry Kane verði áfram í framlínu Englands og verði þá 34 ára gamall en Marcus Rashford og Bukayo Saka verði þar með.
Svona gæti liðið litið út.