Panik ástand myndaðist á æfingasvæði Manchester United í morgun og var mörgum brugðið þegar tíu sjúkra og lögreglubílar komu á vettvang.
Bifreið hafði þá ekið út af veginum sem liggur að Carrington æfingasvæði félagsins.
Ekki voru allir meðvitaðir um það og því kom það fólki í opna skjöldu að sjá alllan þennan her af viðbragðsaðilum koma á svæðið.
Leikmenn United voru allir mættir á æfingu liðsins en liðið undirbýr leik gegn Sevilla í Evrópudeildinni á morgun.
Ekki er talið að nein alvarleg slys hafi orðið á fólki þegar bílinn ók út í skurð sem liggur með veginum.
Something happening at the entrance to @ManUtd training ground in carrington pic.twitter.com/v4uiVk3VGs
— Craig Bake (@craig_bake) April 12, 2023