Háttsettur maður hjá stórliði í ensku úrvalsdeildinni er sagður hafa aðstoðað leikmann þess, sem er einnig enskur landsliðsmaður, við að þagga niður í konu sem hann hélt framhjá með með því að greiða henni háa fjárhæð.
Leikmaðurinn er giftur og er sagður hafa heimsótt hjákonu sína þegar hann spilaði útileiki í London. Enginn er nafngreindur í málinu en sem komið er.
Eiginkona leikmannsins var farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Þá skárust lögfræðingar hans í leikinn og greiddu hjákonunni 20 þúsund pund, um 3,4 milljónir íslenskra króna, fyrir þögn hennar. Háttsetti maðurinn átti þátt í þessu.
Konan sem leikmaðurinn hélt framhjá með heldur því fram að henni hafi liðið illa og undir pressu á meðan hún skrifaði undir samninginn. Þetta segir breska götublaðið The Sun.
„Að þagga niður í viðkvæmri konu ætti að vera langt frá hlutverki háttsetts manns hjá stórliði,“ segir heimildamaður blaðsins.
Samtökin Women’s Aid hafa fordæmt þetta meinta athæfi.