fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Sjáðu magnað augnablik þegar stuðningsmenn Burnley fögnuðu Jóa Berg – Íslenska klappið í aðalhlutverki

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. apríl 2023 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru mættir aftur í ensku úrvalsdeildina. Liðið vann sigur á Middlesbrough og tryggðu sig upp í kvöld.

Jóhann Berg byrjaði leikinn þar sem Burnley vann 2-1 sigur. Ísland átti engan fulltrúa í úrvalsdeildinni á þessu tímabili en ljóst er að hið minnsta einn verður þar á næstu leiktíð.

Jóhann Berg gekk í raðir Burnley og hafði leikið með liðinu í deild þeirra bestu þangað til fyrir ári síðan að liðið féll.

Vincent Kompany tók við þjálfun liðsins og hefur nú tryggt Burnley aftur upp þegar liðið á sjö leiki eftir.

Jóhann hefur framlengt samning sinn við félagið og er ljóst að hann spilar í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Eftir leikinn fékk Jóhann skemmtileg viðbrögð frá stuðningsmönnum Burnley sem buðu upp á víkingaklappið fræga í stúkunni.

Myndband af því má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar