fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sá moldríki borgaði þeim tvöfaldan bónus fyrir einn sigurleik – ,,Ótrúlegt en satt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. apríl 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich, fyrrum eigandi Chelsea, gaf leikmönnum liðsins 50 þúsund pund í bónus eftir sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2004.

Þetta segir Wayne Bridge, fyrrum leikmaður Chelsea, en Abramovich hafði keypt enska félagið ári fyrr.

Leikmennirnir áttu upphaflega að fá 25 þúsund pund fyrir sigurinn en Rússinn samþykkti að borga enn meira eftir beiðni frá Adrian Mutu, framherja liðsins.

Athygli vekur að leikmenn Chelsea fengu peningana afhenta í seðlum en ekki inn á bankareikning.

,,Ég skora ekki mörg mörk en andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leik var ótrúlegt,“ sagði Bridge.

,,Roman Abramovich lét sjá sig og allir voru hoppandi og skoppandi. Adrian Mutu heimtaði að fá tvöfaldan bónus og hann svaraði: ‘gjörðu svo vel.’

,,Við fengum tvöfaldan bónus. Við höfðum nú þegar fengið nógu stóran bónus, við þurftum ekki á þessu að halda en hann gerði þetta. Það er ótrúlegt en satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona