fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 4 sæti – „Heilsan hefur ekki staðið með honum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. apríl 2023 09:00

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

4. KR

Lykilmaður: Kristján Flóki Finnbogason
Þjálfari: Rúnar Kristinsson
Heimavöllur: KR-völlur
Íslandsmeistarar: 27 sinnum

Það er ágætlega jákvætt andrúmsloft yfir KR komandi inn í tímabilið en nokkur kynslóðaskipti hafa átt sér stað hjá KR í vetur.

Mikill meðbyr virðist vera með nýjum aðstoðarþjálfara liðsins, Ole Martin Nesselquist. Norski aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hefur fengið mikla ábyrgð í vetur og fengið lof fyrir starf sitt.

Jóhannes Kristinn Bjarnason er mættur heim úr atvinnumennsku en hann hefur mikla hæfileika. KR-ingar þurfa á því að halda að Kristján Flóki Finnbogason haldi heilsu og verði á meðal bestu leikmanna tímabilsins. Heilsan hefur ekki staðið með honum síðustu ár og KR-ingar hafa fundið fyrir því.

KR er með vel mannaðan hóp en breiddin er ekki mikil og þurfa því lykilmenn að haldast heilir heilsu svo KR berjist um Evrópusæti.

Spáin:
5 sæti – FH
6 sæti – Stjarnan
7 sæti – KA
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir

Komnir
Simen Lillevik Kjellevold
Jakob Franz Pálsson (lán)
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Luke Rae
Olav Öby

Farnir
Emil Ásmundsson
Hallur Hansson
Kjartan Henry Finnbogason
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Beitir Ólafsson
Pálmi Rafn Pálmason
Þorsteinn Már Ragnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift