fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 8 sæti – „Halda öllum heilum svo ekki fari að gefa á bátinn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 09:30

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

8.sæti – ÍBV

Eyjamenn hafa verið að valda usla á undirbúningstímabilinu og koma á mikilli siglingu inn í nýtt tímabil.

Iðulega kemur ÍBV til leiks eftir mörg slæm úrslit á undirbúningstímabilinu og liðið algjörlega óskrifað blað. ÍBV hefur hins vegar í vetur aldrei þessu vant verið á mikilli siglingu, liðið hefur unnið góða sigra á bæði FH og Breiðabliki og komst í undanúrslit Lengjubikarsins.

Filip Valencic hefur breytt sóknarleik liðsins en honum er ætlað að vera límið þar, hann hefur sýnt góða takta á undirbúningstímabilinu. Andri Rúnar Bjarnason er horfinn á braut og verður fróðlegt að sjá hvernig ÍBV gengur án hans.

Þrátt fyrir góð úrslit á undirbúningstímabilinu er hópur ÍBV afar þunnur og má Hermann Hreiðarsson hafa sig allan við til þess að halda öllum heilum svo ekki fari að gefa á bátinn.

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Spáin:
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir

Lykilmaður: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Þjálfari: Hermann Hreiðarsson
Heimavöllur: Hásteinsvöllur
Íslandsmeistarar: 3 sinnum

Komnir
Guy Smit (láni)
Bjarki Björn Gunnarsson (lán)
Filip Valencic
Hermann Þór Ragnarsson
Ólafur Haukur Arilíusson
Sverrir Páll Hjaltested

Farnir
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Telmo Castanheira
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason
Kundai Benyu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“