fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Gleðitíðindi í Mosó – Aron Elís framlengir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, skrifaði í dag undir nýjan samning við Aftureldingu sem gildir út tímabilið 2024.

Aron Elí er vinstri bakvörður sem hefur verið algjör lykilmaður hjá Aftureldingu síðan hann kom til félagsins frá Val í febrúar árið 2020. Hinn 26 ára gamli Aron hefur skorað fimm mörk í 56 deildar og bikarleikjum með Aftureldingu og lagt upp fjölda marka.

Árið 2021 var Aron valinn knattspyrnumaður Aftureldingar. Undanfarin tvö tímabil hefur Aron farið til Bandaríkjanna í skóla í ágúst og misst af lokasprettinum í deildinni en hann er nú að ljúka námi sínu þar og mun leika allt tímabilið með Aftureldingu í Lengjudeildinni í sumar.

„Aron er mikill leiðtogi og er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem fyrirliði Aftureldingar. Það eru mikil gleðitíðindi að Aron hafi framlengt samning sinn við Aftureldingu og spennandi verður að sjá hann taka næstu skref með liðinu í Lengjudeildinni í sumar,“ segir á vef Aftureldingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar