Margir höfðu áhyggjur í gær er þeir horfðu á þáttinn Soccer AM sem er sýndur á sjónvarpsstöðinni Sky Sports.
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, var mættur í þáttinn en hann varð fyrir því óláni að meiða starfsmann eftir að hafa sparkað í bolta.
Enrique missti jafnvægið og datt á ungan starfsmann Sky sem fann verulega til og hafði fólk áhyggjur um tíma.
Sem betur fer þá slapp strákurinn ómeiddur eftir höggið en myndband af atvikinu má sjá hér.
Ouch #socceram pic.twitter.com/1vVVQYcxYV
— LB (@binky12345) April 1, 2023