fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Þetta er leyniáætlunin sem á að fæla frá Liverpool, United og Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 09:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borussia Dortmund er sagt vera að undirbúa einhvers konar leyniáætlun um að halda Jude Bellingham hjá sér í sumar. Bild segir frá.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims. Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool og Real Madrid en Manchester-félögin City og United hafa einnig verið nefnd til sögunnar, sem og fleiri.

Dortmund vill þó halda honum hjá sér í allavega eitt ár til viðbótar og til þess er félagið búið að setja upp plan. Yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund, Sebastian Kehl, ætlar að hitta Bellingham og faðir hans. Þar hyggst hann bjóða Bellingham 150% launahækkun og þar af leiðandi 13 milljónir punda í árslaun.

Þess í stað myndi Dortmund setja klásúlu í samning enska miðjumannsins um að hann mætti fara ef 131 milljóna punda tilboð berst.

Þrátt fyrir þetta er talið líklegast að Bellingham muni hafna þessu og reyna að fara í sumar.

Tilboð Dortmund er í það minnsta metnaðarfullt ef satt reynist. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í málum Bellingham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið