fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Aðstöðumál Vestra í Ísafjarðarbæ þokast áfram: Bæjarráð leggur áherslu á að sett verði nýtt gervigras á aðal- og æfingavöllinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2023 22:00

Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjar­ráðs Ísa­fjarðar­bæjar fyrr í dag var til um­ræðu væntan­legt út­boð á vinnu við knatt­spyrnu­völl í sveitar­fé­laginu sem knatt­spyrnu­deild Vestra nýtir sér. Bæjar­ráð leggur til við bæjar­stjórn sveitar­fé­lagsins að lagt verði nýtt gervi­gras á bæði aðal- sem og æfinga­völlinn sem Vestri nýtir sér.

Um­ræður um væntan­legt út­boð á vinnu við að leggja gervi­gras á aðal­völl Vestra í Ísa­fjarðar­bæ verið reglu­lega á dag­skrá bæjar­ráðs Ísa­fjarðar­bæjar undan­farna mánuði. Um­ræður hafa farið fram um vökvunar­kerfi við völlinn, snjó­mokstur sem og tegund þess gervi­grass sem verður á endanum fyrir valinu.

Fundar­menn hafa verið sam­mála um að best sé að koma fyrir föstu vökvunar­kerfi á hliðar­línum knatt­spyrnu­vallarins og nýjustu vendingar eru þær að bæjar­ráð Ísa­fjarðar­bæjar leggur á­herslu á að sett verði nýtt gervi­gras á aðal­völlinn sem og æfinga­völlinn við hlið hans.

Náttúru­legt gras er, og hefur alltaf verið, á aðal­vellinum sem um ræðir en nú stendur til að leggja á hann gervi­gras svo hann nýtist betur, til að mynda yfir vetrar­mánuðina. Á æfinga­vellinum er gervi­gras og er nú svo komið að það er úr sér gengið og skipta þarf um.

Bæjar­ráð Ísa­fjarðar­bæjar leggur til við bæjar­stjórn að sam­þykkja eftir­farandi sviðs­mynd, byggt á kostnaðar­mati úr minnis­blaði sviðs­stjóra og að bæjar­stjóra verði falið að bjóða verkið út:

  • „Jarðvinna og viðgerðir á drenlögnum á æfingavelli, nýtt Fifa Quality gras á æfingavöll, ásamt staðsteyptum gúmmípúða og REPDM innfyllingu, og förgun eldra grass.Jarðvinna og drenglagnir á æfingavöll. Fifa Quality gras á aðalvöll, ásamt staðsteyptum gúmmípúða og REPDM innfyllingu.Jafnframt er gert ráð fyrir hönnun á undirstöðum og lagnaleiðum fyrir ljósamöstur við aðalvöll.“Ekki verður séð að vökvunarkerfi aðalvallar rúmist innan fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar, en gert er ráð fyrir kr. 200.000.000 vegna uppbyggingarinnar í heild sinni.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa útboðsgögn miðað við ofangreint, þar sem heimilt verður að hafa vökvunarkerfi í frávikstilboði, finnist lausn á fjármögnun þess.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Knattspyrnudeild Vestra vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“