fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ætlaði að koma en Guardiola nennti ekki að mæta – ,,Það var svekkjandi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 20:00

Mesut Özil gerir meira af því að slappa af þessa dagana heldur en að spila fótbolta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Pep Guardiola að kenna að Mesut Özil skrifaði ekki undir samning hjá Barcelona árið 2010.

Það ár skrifaði Özil undir samning við Real Madrid eftir að hafa hitt Jose Mourinho, þáverandi stjóra liðsins.

Barcelona hafði áhuga á að semja við Özil en Guardiola var alls ekki eins spenntur og Mourinho sem varð til þess að Þjóðverjinn samdi á Santiago Bernabeu.

,,Ég gat valið á milli Real Madrid og Barcelona. Þetta snerist að lokum ekki um peninga,“ sagði Özil.

,,Ég veit ekki hvort þetta sé vitað en ég heimsótti bæði lið og munurinn var Jose Mourinho. Hann gaf mér VIP meðferð hjá Real Madrid. Hann sýndi mér völlinn og alla bikarana sem þeir höfðu unnið, það gaf mér gæsahúð.“

,,Það sama var ekki upp á teningnum hjá Barcelona og það sem var svekkjandi er að Pep Guardiola nennti ekki að koma að hitta mig. Fyrir það þá taldi ég að leikstíll Barcelona myndi henta mér betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands