fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Fyrrum stjarna að gera frábæra hluti í Afríku – Vinnur titla og veitir aðstoð

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. mars 2023 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Song, fyrrum leikmaður Arsenal, er að gera nokkuð góða hluti í Djíbútí en margir hafa gleymt þessum leikmanni.

Song gerði garðinn frægan sem leikmaður Arsenal en hann spilaði þar frá 2006 til 2012 og gekk svo í raðir Barcelona.

Ferill hans fór niður á við eftir það skref og hefur hann spilað fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og Sion í Sviss síðan þá.

Árið 2020 samdi Song við Arta/Solar í Djíbútí og hefur unnið tvo deildarmeistaratitla þar í landi í röð.

Song er 35 ára gamall og lék 49 landsleiki fyrir Kamerún en hans síðasti landsleikur kom árið 2014.

Ekki nóg með það þá er Song að hjálpa til í fátæku landi en hann hefur gefið pening til að hjálpa að byggja blokk sem og skóla í landinu.

Frábært góðverk hjá þessari fyrrum stjörnu en hann hefur áður talað um hversu illa hann fór með peninga á sínum yngri árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“