fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ummæli hans um ást sína á Liverpool vekja töluverða athygli – Möguleg félagsskipti í vændum?

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 13:26

Adrien Rabiot / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um­mæli franska miðju­mannsins Adrien Rabiot, leik­manns Juventus um enska úr­vals­deildar­fé­lagið Liver­pool hafa vakið tölu­verða at­hygli og velta margir vöngum yfir sér hvort Rabiot sé að bjóða sig fram í mögu­leg fé­lags­skipti til fé­lagsins í Bítla­borginni.

Samningur Rabiot rennur út eftir yfir­standandi tíma­bil og við­ræður við Juventus um nýjan samning hafa ekki borið árangur til þessa. Því gæti vel farið svo að hann fari á frjálsri sölu frá fé­laginu að tíma­bili loknu.

„Ég var alltaf mjög hrifinn af Liver­pool vegna þess að ég var að­dáandi Ste­ven Gerrard, hann lét mig dreyma og þess vegna hélt ég með Liver­pool,“ sagði Rabiot í sam­tali við Tutt­o­s­port á Ítalíu.

Það er alveg ljóst að Liver­pool mun þurfa að styrkja leik­manna­hóp sinn milli leik­tíða og er það mál manna að hjá liðinu þurfi helst að styrkja mið­svæðið. Það er því spurning hvort for­ráða­menn Liver­pool horfi hýrum augum til þess að fá Rabiot til liðs við fé­lagið.

Rabiot hefur verið á mála hjá Juventus síðan árið 2019 en þar áður hafði hann verið á mála hjá fé­lögum á borð við Paris Saint-Germain og Tou­lou­se. Þá á hann að baki 35 A-lands­leiki fyrir Frakk­land og hefur skorað í þeim 3 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?